Starfskjör og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3456
26. janúar, 2017
Annað
Svar

Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylgingar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir yfirliti yfir heildarlaunagreiðslur allra aðalfulltrúa í bæjarstjórn vegna setu í bæjarstjórn og ráðum, nefndum og stjórnum sem sveitarfélagið á aðild að og kýs fulltrúa í skv. 39. grein samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 525/2016. Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um heildarlaunagreiðslur hvers og eins aðalfulltrúa eins og þær voru í janúar sl. og hverjar þær verða eftir samþykkt meirihluta bæjarstjórnar þann 18. janúar sl. um að ákvörðun Kjararáðs um 44% hækkun þingfararkaups skuli ná til launa kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ.
Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hver áætlaður viðbótarkostnaður bæjarsjóðs er á ársgrundvelli vegna ákvörðunar meirihluta bæjarstjórnar um að hækka laun kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ til samræmis við ákvörðun Kjararáðs um 44% hækkun þingfarakaups.