Fyrirspurn
Á fundi í forsetanefnd 30.09.2016 var eftirfarandi mál tekið fyrir og afgreiðsla þess var:
1606514 Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla:
Það er sameiginleg tillaga forsetanefndar að hlutfall af þingfararkaupi verði útfært á þann veg að ekki leiði til hækkana sbr. fylgiskjal. Nefndin er sammála um að tenging við þingfararkaup sé í samræmi við nýlegar tillögur og viðmiðunartöflu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Frekari breytingar á launum og starfshlutfalli telur nefndin þurfa að vera í samhengi við endurskoðun á starfsumhverfi kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ. Forsetanefnd leggur til við bæjarráð að settur verði saman starfshópur sem fái það hlutverk.