Starfskjör og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3450
3. nóvember, 2016
Annað
Svar

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að algjör forsendubrestur hafi orðið í samþykkt um launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði með úrskurði Kjararáðs. Það var sameiginleg tillaga forsetanefndar þann 30. september sl. og samþykkt af bæjarráði þann 6. október að hlutfall af þingfararkaupi yrði útfært á þann veg að ekki leiddi til launahækkanna. Laun bæjarfulltrúa hafa tekið breytingum í samræmi við almenna launaþróun og óhóflegar hækkanir líkt og Kjararáð hefur nú úrskurðað um getum við ekki gengist undir. Því leggjum við til að bæjarráð staðfesti að launahækkanir samkvæmt úrskurði Kjararáðs þann 1. nóvember muni ekki hafa áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði.

Afgreiðslu tillögunnar er frestað til næsta fundar ráðsins.