Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að fresta afgreiðslu málsins. Frestun málsins er samþykkt með 7 atkvæðum gegn 4.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram efirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að hafa nú frestað í tvígang tillögu okkar um að launahækkanir samkvæmt úrskurði kjararáðs hafi ekki áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Það eru kaldar kveðjur til almennra launþega sem ekki hafa fengið viðlíka hækkanir á sínum launakjörum.
Adda María Jóhannsdóttir
Eva Lín Vilhjálmsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson
Sverrir Garðarsson
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun: Laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði eiga að vera sambærileg við það sem gerist meðal kjörinna fulltrúa í öðrum sveitarfélögum, fylgja leiðbeinandi tilmælum frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og launaþróun á vinnumarkaði almennt. Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar brýnt að Alþingi endurskoði lög um kjararáð og ákvörðun ráðsins sem um ræðir.
Rósa Guðbjartsdóttir
Guðlaug Kristjánsdóttir
Kristinn Andersen
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Unnur Lára Bryde
Ólafur Ingi Tómasson
Helga Ingólfsdóttir.