Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 2 atkvæðum að leita eftir við arkitektastofurnar Krads og Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félaga að vinna tillögur að deiliskipulagi reitsins. Til grundvallar verði lögð skipulagsforsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar ásamt lokasamantekt samráðshóps.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá og leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG lýsa yfir eindregnum stuðningi við deiliskipulagsvinnu um framtíðaruppbyggingu svæðisins. Fulltrúar minnihlutans telja að nauðsynlegt er að vanda til verka, að samtal og samráð verði haft við hagsmunaaðila á svæðinu. Þar sem verkefnið er langtímaverkefnið en ekki skammtímaverkefni og framtíðarlega borgarlínunnar mun liggja um svæðið teljum við að mikilvægt sé að hafa ofarlega í huga þær hugmyndir sem snúa að bíllausum lífstíl og þéttleika byggðar. Því leggur minnihlutinnn til að lagt verði áherslu á fækkun bílastæða, nýjar lausnir í bílastæðamálum, hjólastíga og vistgötur."
Borghildur Sturludóttir vék fundi við afgreiðslu fyrirliggjandi tillögu.