Skútahraun 6, byggingarleyfi, umsókn felld niður
Skútahraun 6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3440
11. ágúst, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar:
Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 9. júlí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:
1607151 - Skútahraun 6, byggingarleyfi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sækir 11.07.16 um að byggja geymsluhús úr einagruðum samlokueiningum, sökklar og botnplata eru staðsteypt samkvæmt teikningum Sigurðar Þorðrvarðarsonar dags. 20.10.2015. Erindið var grenndarkynnt 17.05-18.06.2016. Athugasemdir bárust. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 13.7. s.l. var erindinu vísað til ráðsins m.t.t. athugasemda. Ekki er tekið undir þær athugasemdir sem fram koma í bréfum eigenda Skútahrauns 4, dags. 01.06.2016 og 10.06.2016. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 20.10.2015, með vísan til 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að uppbyggingu á lóðinni Skútahraun 6 samkvæmt uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 20.10.2015, með vísan til 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010.".
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir tillögu að uppbyggingu á lóðinni Skútahraun 6 samkvæmt uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 20.10.2015, með vísan til 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010".

Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.


Fundarhlé kl. 10:50, fundi framhaldið kl. 11:04

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 175277 → skrá.is
Hnitnúmer: 10054063