Vellir, stofnræsi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 692
17. desember, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Markmið fyrirhugaðra deiliskipulagsbreytingar er að koma fyrir stofnræsi frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Jafnframt þarf að fara fram aðalskipulagsbreyting þar sem fyrirhuguð stofnlögn liggur um hverfisverndað hraun skilgreint sem HVa8 og HVa9 í greinagerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fyrirhugaðar breytingar á aðal- og deiliskipulagi er ná til svæðis innan Vallarhverfis verði sendar skipulagsstofnun til umsagnar. Geri stofnunin ekki athugasemdir verða skipulagsbreytingarnar auglýstar samhliða líkt og heimild er til skv. skipulagslögum samanber 2.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.