Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.október sl.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23 jan. s.l. var samþykkt að unnið yrði að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna legu stofnræsis Valla. Erindið tekið til umræðu á ný. Fulltrúar Eflu mæta til fundarins og kynna málið.
Reynir Sævarsson frá Eflu kynnti stöðu verkefnisins. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við skipulagslýsingu og undirbúning fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og leggur til við Bæjarstjórn að hafin verði vinna við skipulagslýsingu er varðar legu stofnræsis Valla.