Vellir, stofnræsi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1846
29. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 27.apríl sl. Á fundi sínum þann 17. desember 2019 samþykkti skipulags- og byggingarráð að fyrirhugaðar breytingar á aðal- og deiliskipulagi er ná til svæðis innan Vallarhverfis yrðu sendar skipulagsstofnun til umsagnar skv. skipulagslögum sbr. 2. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemd við samþykktina. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 4.3.2020. Markmið fyrirhugaðra deiliskipulagsbreytinga er að koma fyrir stofnræsi frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Jafnframt var kynnt aðalskipulagsbreyting þar sem fyrirhuguð stofnlögn liggur um hverfisverndað hraun, skilgreint sem HVa8 og HVa9 í greinagerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025. Tillögurnar ásamt fylgigögnum voru kynntar tímabilið 10.03.-21.04.2020. Athugasemdafrestur var til 21.4.2020. Athugasemd barst. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir auglýstar breytingar aðal- og deiliskipulags vegna nýs stofnræsis Valla og tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24.4.sl. og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn samþykkir breytt aðal- og deiliskipulag vegna nýst stofnræsis Valla og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög."
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytt aðal- og deiliskipulag vegna nýs stofnræsis Valla og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.