Lækjargata 2, framtíðarnýting
Lækjargata 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 616
21. febrúar, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Forval vegna alútboðs um uppbyggingu á lóðinni Lækjargata 2 /Dvergur tekið fyrir að nýju. Bæjarstjóri Haraldur L. Harlaldsson sat fundinn við umfjöllun þessa máls.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að efna til forvals um deiliskipulag, hönnun og uppbyggingu á Lækjargötu 2, Dvergsreitinn og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leggja fram fullmótaðar tillögur samkvæmt skipulagslýsingu á næsta fundi ráðsins.

Jafnframt leggur ráðið til að umhverfis- og skipulagsþjónusta undirbúi niðurrif Lækjargötu 2 samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar þann 17. febrúar 2016 á deiliskipulagsforsögn Lækjargata 2, Dvergslóðin.