Lækjargata 2, framtíðarnýting
Lækjargata 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3450
3. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingaráðs 01.11.2016 var eftirfarandi mál tekið til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:
1607496 - Lækjargata 2, framtíðarnýting Lögð fram á ný tillaga skipulagsfulltrúa um málsmeðferð varðandi framtíðarnýtingu, byggða á deiliskipulagsforsögn sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 17. 02.2016. Skipulags- og byggingarráð beinir því til bæjarráðs að hafin verði vinna við alútboð um framtíð Lækjargötu 2, Dvergsreits, sem tekur mið af þeim atriðum sem fram koma í minnisblaði umhverfis- og skipulagsþjónustu dags 17.10.2016.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kom á fundinn.
Svar

Bæjarráð beinir því til umhverfis- og skipulagsþjónustu að hefja undirbúning að því að starfsemi og búnaður verði flutt úr húsinu.
Bæjarráð felur skipulags- og byggingaráði að útfæra og undirbúa alútboð í samræmi við ákvörðunina.