Lækjargata 2, framtíðarnýting
Lækjargata 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 627
11. júlí, 2017
Samþykkt
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu matsnefndar um uppbyggingu á Dvergsreitnum og leggur til að gengið verði til samninga við tilboðsgjafa GG verk ehf með þeim fyrirvara að raðhúsalengja (fjögur hús) bak við Gúttó falli út úr skipulaginu.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir með bókun matsnefndar þar sem segir m.a.:
„Alls bárust fjórar tillögur sem voru ólíkar þótt þær bæru margar með sér líkan keim. Sameiginlegt eiga þær allar að byggja á baklóð við Gúttó. Var það einróma álit matsnefndarinnar að á þeim stað væri verið að taka besta stað lóðarinnar til útivistar og tengslin milli þess nýja og hinnar eldri byggðar með útisvæðinu sem teygir sig inn á milli húsanna yrði rofin.“
Jafnframt verði skoðað í deiliskipulagsvinnunni með aðgang að bílastæðum fyrir húsin neðst í Brekkugötu.