Land Geymslusvæðis ehf, losun úrgangsefna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3440
11. ágúst, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar:
Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 9. júlí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:
1608017 - Land Geymslusvæðis ehf, losun úrgangsefna Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 2. júni 2015 var eftirfarandi erindi á dagskrá: Geymslusvæðið sækir hér með um leyfi til að taka á móti jarðvegsefnum til endurvinnslu. Einnig eru hugmyndir uppi um að taka á móti mold, fleyggrjóti, og grús, efni þetta er hugsað til að taka lóðir okkar í hæðir. Skipulags- og byggingarráð óskaði frekari upplýsinga um umhverfisáhrif vinnslunnar og mengunarvarnir. Lagt fram svar Ástvaldar Óskarssonar f.h. Geymslusvæðisins dags. 18.05.15. Niðurstaða fundar; Skipulags- og byggingarráð telur upplýsingarnar ekki fullnægjandi og ítrekar fyrri bókun. Að fenginni ábendingu og eftir skoðun á staðnum kom í ljós að framkvæmdir við losun voru hafnar á tilskyldra leyfa. Með bréfi dags. 03.08.2016 var lóðarhafa gert skylt að stöðva framkvæmdir. Skipulags- og byggingarráð vísar eftirfarandi í bæjarráð: Með vísan til 53. gr. laga 123/2010 staðfestir sveitarstjórn stöðvun þessara framkvæmda. Skipulag- og byggingarráð ítrekar bókun sína frá 5. mai 2015 Jafnframt tekur ráðið undir það sem kemur fram í bréfi skipulagsfulltrúa. Skipulags- og byggingarráð beinir því til Umhverfis- og skipulagsþjónustu að losun malbiksúrgangs á þessu svæði verði kærð til lögreglu og umhverfisstofnunar.
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir með vísan til 53. gr. laga 123/2010 stöðvun ofangreindra framkvæmda.

Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.