Land Geymslusvæðis ehf, losun úrgangsefna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 611
29. nóvember, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 2. nóvember s.l. var eftirfarandi máli vísað til skipulags- og byggignarráðs: Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 2. júni 2015 sótti Geymslusvæðið um leyfi til að taka á móti jarðvegsefnum til endurvinnslu. Einnig voru hugmyndir uppi um að taka á móti mold, fleyggrjóti, og grús. Skipulags- og byggingarráð óskaði frekari upplýsinga um umhverfisáhrif vinnslunnar og mengunarvarnir.
Lagt var fram svar Ástvaldar Óskarssonar f.h. Geymslusvæðisins dags. 18.05.15. Skipulags- og byggingarráð taldi upplýsingarnar ekki fullnægjandi og ítrekaði fyrri bókun.
Að fenginni ábendingu og eftir skoðun á staðnum kom í ljós að framkvæmdir við losun efnis voru hafnar án tilskyldra leyfa. Með bréfi dags. 03.08.2016 var lóðarhafa gert skylt að stöðva framkvæmdir.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15.11.2016 var afgreiðslu erindisins frestað.
Lögð fram greinagerð Verkfræðistofunar Eflu dags. 05.10.2016 með viðbótarupplýsingum um malbiksafganga.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gefið verði út formlegt framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda samanber 13.gr. skipulagslaga 123/2010. Leyfi verði að hámarki gefið til tveggja ára og að þeim tíma liðnum þarf að endurnýja umsókn.