Fyrirspurn
Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar:
Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 9. júlí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:
Lögð fram breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna breytinga á vatnsverndarmaörkum til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leiti breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 31.gr. laga 123/2010.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 31.gr. laga 123/2010.