Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting v. vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 610
15. nóvember, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst var samþykkt breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05. 2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar og hún auglýst í samræmi við 31. gr. laga 123/2010. Fyrirliggur jákvæð umsögn Svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðisins. Skv. ákvæðum skipulagslaga 2. mgr. 30. gr þarf að kynna tillöguna áður en hún er samþykkt til auglýsingar. Búið er að kynna lýsingu fyrir almenningi og fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunnar. Umhverfisskýrsla fylgir tillögunni.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010."