Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting v. vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 614
24. janúar, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2016 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010.
Athugasemdarfrestur er liðinn. Lagðar fram athugasemdir sem bárust. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Náttúruverndarsamtk Suðvesturlands dags. 10.01.2017, Lárusi Vilhjálmssyni dags. 10.01.2017. og Hraunavinum dags. 09.01.2017. Lögð fram drög að svörum við athugasemdum.
Ívar Bragason lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ mætti til fundarins vegna þessa máls.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsagnir við athugasemdum og skipulagið fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að málinu verði lokið í samræmi við 2. mgr. 32. gr. laga nr. 123/2010."