Fornubúðir 5, byggingaráform
Fornubúðir 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 614
24. janúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lagt fram erindi Eignarhaldsfélagsins Fornbúðar 5 og tillaga að deilskipulagsbreytingu á "Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði" samkvæmt meðfylgjandi teikningu Batteríis dags. 18.1.2017
Svar

Skipulags- og byggingarráð fagnar því að starfsemi Hafrannsóknarstofnun muni flytja starfsemi sína í Hafnarfjörð.
Mikilvægt er að vel takist til við hönnun fyrirhugaðar byggingar sem er á mjög áberandi stað á hafnarsvæðinu og blasir við miðbænum.
Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að byggingin verði brotin upp með efni og formi og að útlitsteikningar verði lagðar fyrir ráðið.

Skipulags- og byggingarráð heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á "Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði" í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120505 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030931