Fornubúðir 5, byggingaráform
Fornubúðir 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1784
27. apríl, 2017
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.apríl sl. Tekið fyrir að nýju en skipulags- og byggingarráð heimilaði fyrir sitt leyti að deiliskipulagsbreytingin yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem samþykkt var í bæjarstjórn 1.2. s.l. Tillagan var auglýst frá 28.02.2017-11.04.2017 og athugasemd barst með bréfi dags. 10.04.2017. Lögð fram greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 18.04.2017.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Fornubúða 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi Fornubúða 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 42.gr. laga 123/2010."
Svar

Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls öðru sinni. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdótti. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Eva Lín Vilhjálmsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari.

Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls undir liðnum fundarsköp.

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar við ræðu bæjarfulltrúa Rósu Guðbjartsdóttur. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir kemur upp og ber af sér ámæli.

Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls.

1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kemur upp í andsvar öðru sinni.

Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 7 atkvæðum gegn 3 tillögu að deilskipulagi Fornubúða 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 42.gr. laga 123/2010. Einn bæjarfulltrúi situr hjá.

Einar Birkir Einarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Fundarhlé kl. 18:23.

Fundi framhaldið kl. 18:50.

Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir og Kristinsdóttir kmeur upp og leggur fram svohljóðandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska að bókað verði eftirfarandi: Höfnin og umhverfi hennar er atvinnusvæði sem ber að standa vörð um. Höfn Hafnarfjarðar er auðkenni Hafnarfjarðar og skiptir miklu máli að íbúabyggð og skrifstofuhúsnæði hreki ekki í burtu hafnarstarfsemina. Ef blanda á hafnarstarfsemi við aðra starfsemi eða íbúabyggð ber að gera það með heilstæðum hætti og vanda til verka, ekki með einstaka deiliskipulagsbreytingum eftir óskum eigenda lóða á hafnarsvæðinu. Ekki verður séð hvaða tilgangi það þjóni að veita umræddum lóðarhafa byggingarétt sem er langt umfram þörf Hafrannsóknarstofnunar fyrir húsnæði og á skjön við fyrirliggjandi deildiskipulagsforsögn svæðisins."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120505 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030931