Selvogsgata 12, fyrirspurn
Selvogsgata 12
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 609
1. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Agnarssonar dags. 17.8. 2016 um breytingu á deiliskipulagi vegna breytinga á ofangreindri lóð skv. teikningum Gísla Gunnarssonar. Álit Minjastofnunar dags. 18. október 2016 liggur fyrir. Lagt fram minnisblað skipulagsfull´trúa dags. 31.10.2016.
Svar

Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með vísan til minnisblaðs umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 31.10.2016.

Skipulags- og byggingarráð áréttar eftirfarandi:
"Gerðar hafa verið breytingar á sumum húsum götunnar sem geta talist miður heppilegar og ekki fordæmisgefandi. Sú ákvörðun að hverfisvernda Selvogsgötu byggir á sérstöðu hennar innan bæjarins og meðal gatna. Með verndunarákvæðum er horft til þess að allar breytingar, viðhald og viðgerðir húsanna færi þau nær upphaflegu horfi í formi og efnisvali. Gildandi deiliskipulag miðar að því að tryggja rétt allra til sérbýlis og nýtingu lóða. Heimild til aukins byggingarmagns á lóð raskar innbyrðis jafnvægi þeirra húsa sem næst standa. Auk þess að hafa neikvætt fordæmi og áhrif á lóðarnýtinu sem og skerðingu einkaréttar aðliggjandi lóðarhafa.

Einkenni byggðarinnar eru hin smáu hús og ber að standa vörð um þau í samræmi við húsverndarstefnu Aðalskipulagsins. Á þeim forsendum er ekki hægt að fallast á deiliskipulagsbreytingu."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122183 → skrá.is
Hnitnúmer: 10037700