Brenniskarð 1, úthlutun
Brenniskarð 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1769
31. ágúst, 2016
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð BÆJH frá 25.ágúst sl. Tillaga um að lóðinni Brenniskarði 1 verði úthlutað til Þrastarverks ehf. Lögð fram tillaga að samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Þrastarverks ehf.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mæta á fundinn.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Þrastarverk ehf. um skipti á lóðunum Bergsskarði 5 og Brenniskarði 1 og kaup á lóðinni Brenniskarð 1 verði samþykktur. Jafnframt leggur bæjarráð til að Þrastarverki ehf. verði úthlutuað lóðinni Brenniskarð 1.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Brenniskarði 1 til Þrastarverks ehf með 11 samhljóða atkvæðum.

Eftir afgreiðslu á lið nr. 4 ber forseti upp tillögu um afbrigði við dagskrá að greidd verði atkvæði um framlagðan samning við Þrastarverk ehf. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning við Þrastarverk ehf. um skipti á lóðunum Bergsskarði 5 og Brenniskarði 1 og kaup Þrastarverks ehf á lóðinni Brenniskarð 1 með 11 samhljóða atkvæðum.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 213465 → skrá.is
Hnitnúmer: 10100711