Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga kynntu bæjarráði stöðu málsins.
Eins og fram kemur í minnisblaði Sambandsins er áætlað tekjutap sveitarfélaganna vegna tillagna ríkisstjórnarinnar um 15 milljarðar króna eða 1,6 milljarður á ári. Hlutfallslega er skerðing skattekna mest hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru því í raun sveitarfélögin og íbúar þeirra sem eiga að standa undir fjármögnun boðaðra aðgerða sem ljóst er að gagnast aðeins þröngum hópi, á meðan geta sveitarfélaganna til að standa undir hlutverki sínu, m.a. til fjölgunar félagslegra íbúða er skert. Miðað við útreikninga Sambandsins eru áætlað að Hafnarfjörður verði af um 160 milljónum króna árlega í formi tapaðra skatttekna ef tillögurnar ná fram að ganga.
Bæjarráð leggur áherslu á að Samband íslenskra sveitarfélaga fylgi málinu áfram fast eftir gagnvart forystu ríkisstjórnar og Alþingi svo tekjutap sveitarfélaga verði bætt upp ef til þess kemur.