Hraunavík, örplast,losun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1769
31. ágúst, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tillaga bæjarfulltrúa Margrétar Gauju Magnúsdóttur:
"Samkvæmt frétt sem birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 29. ágúst kemur fram að engar hömlur virðast vera á losun örplasts frá Hraunavík. Matís hefur unnið skýrslu um málefnið í norrænu samstarfi við Sænsku umhverfisrannsóknarstofnunina (IVL) og Finnsku umhverfisstofnunina (SYKE) og Aalto-háskólann í Finnlandi.
Óskað er eftir að fá úttekt á Hraunavík og hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir losun örplast ásamt kostnaðaráætlun."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.