Reykjanesbraut, Lækjargata, hringtorg
Reykjanesbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1801
28. febrúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.febr. sl. Tekið fyrir að nýju og lagðar fram tillögur að umferðaröryggisaðgerðum.
Umhverfis- og framkæmdaráð samþykkir með 3 atkvæðum að sett verði upp ljósastýring á gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjargötu. Samhliða verði farið að ítrustu tillögum Vegagerðarinnar og skýrslu Verkís um umferðaröryggi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur einnig umhverfis- og skipulagsþjónustu að kostnaðarmeta þátt sveitarfélagsins í þessum aðgerðum.
Jafnframt vísar ráðið málinu til kynningar í bæjarstjórn.
Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá og óska bókað: "Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á að farið sé í ítarlega aðgerðaráætlun til að tryggja umferðaröryggi á gatnamótunum, m.a með mikilli hraðalækkun, með því að skoða möguleika á að girða svo ekki sé möguleiki fyrir gangandi umferð að þvera veginn, sýnilegum hraðamyndavélar osfrv. Það er hinsvegar ljóst að hér er um bráðabirgða aðgerð að ræða og leggjum við áhersla að farið verið strax í að finna framtíðarlausn."
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.

2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir tekur til máls og tekur svo við fundarstjórn á ný.

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir og ber upp tillögu um að bæjarstjórn vísi málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdaráðs til frekari skoðunar.

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur Kristinn Andersen.

Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Gunnar Axel svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi. Gunnar Axel svarar andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi kemur að stuttri athugasemd og það sama gerir Gunnar Axel.

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir. Elva Dögg svarar andsvari.

Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls.

Forseti ber upp framkomna tillögu um að bæjarstjórn vísi málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdaráðs til nánari skoðunar og úrvinnslu. Er það samþykkt samhljóða.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182