Skíðasvæði höfuðborgarsvæðis, samstarfssamningur, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1772
12. október, 2016
Annað
Fyrirspurn
Frestað á fundi bæjarstjórnar 28.sept.sl. 5.liður úr fundargerð BÆJH frá 20.sept. sl. Lögð fram tillaga að samstarfssamningi um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að samstarfssamningi um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins og vísar til bæjarstjórnar.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.
Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur til að málinu verði frestað.
Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.
Forseti ber upp framkomna tillögu um að málinu verði frestað. Tillagan er það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

Framlagaður samningur samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Lögð fram eftirfarandi bókun: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar vill árétta, að með samþykki sínu á samstarfssamningi sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, er það skilningur Hafnarfjarðarbæjar að snjóbrettaíþróttum sé gert jafn hátt undir höfði eins og öðrum skíðaíþróttum sem stundaðar eru sem afreksíþróttir. Bæjarstjórnin beinir því til stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að taka tillit til þessa í stefnumótun sinni og í áætlanagerð framvegis vegna skíðasvæðanna.“

Framlögð bókun samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.