Undirhlíðanáma, breyting á deiliskipulagi vegna Sandskeiðslínu 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1775
23. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð SBH frá 15.nóv. sl. Lögð fram breyting á deiliskipulagi fyrir Undirhlíðanámu vegna raflína, lagður fram uppdráttur dags. 13.9.2016 ásamt umhverfisskýrslu dags. 15.9.. Matslýsing liggur fyrir skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Skipulags- og byggingarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlanna nr. 105/2006 og að meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr laga um umhverfismat áætlanna nr. 105/2006 og að meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.