Hraunskarð 2, lóðarumsókn, úthlutun, afsal
Hraunskarð 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1772
12. október, 2016
Annað
Fyrirspurn
16.liður úr fundargerð BÆJH frá 6.okt.sl. Lagt til að Almenna íbúðafélaginu hses verði úthlutað lóðinni Hraunskarð 2. Jafnframt að Hafnarfjarðarkaupstaður samþykki að veita 12% stofnframlag. Stofnframlagið verði veitt í formi samsvarandi kostnaðar við lóð. Jafnframt samþykkt að komið verði á samstarfshóp vegna verkefnisins og uppbyggingar á komandi árum sbr. viljayfirlýsingu ASÍ og Hafnarfjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Almenna íbúðafélaginu hses verði úthlutað lóðinni Hraunskarð 2. Jafnframt samþykkir bæjarráð að komið verði á samstarfshóp vegna verkefnisins og uppbyggingar á komandi árum sbr. viljayfirlýsingu ASÍ og Hafnarfjarðarbæjar.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir svarar fyrirspurn bæjarfulltrúa Sverris Garðarssonar úr sæti sínu.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að Almenna íbúðafélaginu hses verði úthlutað lóðinni Hraunskarði 2, 1 bæjarfulltrúi er fjarverandi.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 214363 → skrá.is
Hnitnúmer: 10100987