Alþingiskosningar 2016
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3445
20. október, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á fundi bæjarstjórnar þ. 12.október sl. var eftirfarandi tekið fyrir:
1609335 - Alþingiskosningar 2016
Lögð fram tillaga kjörstjórnar Hafnarfjarðar að kjörstöðum og undirkjörstjórnum vegna alþingiskosninganna sem fram fara laugardaginn 29.október nk. Kjörstaðir eru 2, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli og kjördeildir eru 13.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beinir því til bæjarráðs að farið verði yfir staðsetningar kjörstaða í bænum með tilliti til fjarlægða og almenningssamgangna.
Framkomin tillaga samþykkt með 9 atkvæðum, 1 situr hjá og 1 er fjarverandi.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu kjörstjórnar að kjörstaðir í Hafnarfirði vegna alþingiskosninga 29. október n.k. verðir 2, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli og kjördeildir verði 13.
Samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum, 2 bæjarfulltrúar eru fjarverandi.
Svar

Bæjarráð vísar tillögu bæjarstjórnar til kjörstjórnar í Hafnarfirði og óskar eftir greinargerð frá kjörstjórn um málið sem skal lögð fyrir bæjarráð fyrir 1. maí 2017.