Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beinir því til bæjarráðs að farið verði yfir staðsetningar kjörstaða í bænum með tilliti til fjarlægða og almenningssamgangna.
Framkomin tillaga samþykkt með 9 atkvæðum, 1 situr hjá og 1 er fjarverandi.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu kjörstjórnar að kjörstaðir í Hafnarfirði vegna alþingiskosninga 29. október n.k. verðir 2, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli og kjördeildir verði 13.
Samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum, 2 bæjarfulltrúar eru fjarverandi.