Hundagerði á Óla Runstúni var kynnt íbúum túnsins í samræmi við erindi frá Dýraverndunarfélaginu í september 2016 og bárust heilmargar ábendingar. Á fundi skipulags- og byggingarráðs í október sama ár var niðurstaðan að ekki væri unnt að hafa gerðið á umræddum stað og óskað eftir að nýr staður yrði fundinn.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs var erindið tekið fyrir aftur en nú á Víðistaðatúni, aðstoðarskólastjóri Víðistaðaskóla mótmælti þeirri staðsetningu og eins bentu menn á að svæðið væri nokkuð viðkvæmt því þarna væri kirkjuathafnir, börn í skólagörðum, ferðamenn í tjöldum og fl.
Hundagerðið var síðan kynnt íbúum við Hörðuvelli og var niðurstaðan sú sama. Íbúar sem og leikskólastjóri Hörðuvalla settu sig á móti þessari staðsetningu og á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. febrúar 2016 var erindið sett í bið.
Það er reynsla nágrannasveitarfélaga að svona gerði þurfa að vera í jaðarbyggð þ.e. ekki inni í þéttri íbúðabyggð. Í Reykjavík er eitt gerði við BSÍ, Breiðholtsbraut og svo á svæðinu milli Suðurlandsbrautar og fjölskyldugarðsins.