Lónsbraut, stöðuleyfi fyrir bát
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 611
29. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir á ný erindi Emils J. Ragnarssonar sent í tölvupósti 4. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir bátur á vagni við bátaskýlið fái að standa þar sem hann er. Erindið var lagt fram á fundi ráðsins 15. 11 s.l. og afgreiðslu þess frestað.
Svar

Skipulags- og byggingarráð synjar framlögðu erindi um stöðuleyfi fyrir bát á bæjarlandi. Ráðið styður byggingarfulltrúa í þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á svæðinu og ítrekar bókun sína frá 3. maí sl. um stuðning á hverjum þeim aðgerðum til að sómi sé af umhverfinu við lónið.