Ráðning æðstu stjórnenda skv.56.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 79.gr. Samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3450
3. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga um að bæjarráð leggi til við bæjarstjórn að Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður verði ráðin sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Störf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bæjarlögmanns verði sameinuð. Bæjarlögmaður taki yfir sameinuð störf og samhliða verði ráðinn lögfræðingur á stjórnsýslusviðið. Við þessa breytingu færist launadeild og tölvudeild til fjármálasviðs af stjórnsýslusviði.
Svar

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður verði ráðin sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Fulltrúi Samfylkingar greiddi atkvæði á móti tillögunni.

Fulltrúi Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óska bókað:

Samkvæmt samþykktum Hafnarfjarðarbæjar ræður bæjarstjórn í æðstu stjórnunarstöður sveitarfélagsins, þ.e. í starf bæjarstjóra og sviðsstjóra. Það er því ekki hlutverk bæjarstjóra að gera tillögu til bæjarstjórnar um ráðningar í slík embætti eins og hér er gert.
Síðustu ár hefur ríkt samstaða um það í Hafnarfirði að standa faglega að ráðningum í stöður æðstu stjórnenda og í öllum tilvikum verið skipaðir þverpólitískir starfshópar sem hafa sinnt því hlutverki að undirbúa ráðningu sviðsstjóra í samstarfi við viðurkennt ráðningarfyrirtæki. Þannig hefur verið unnið eftir faglegum forsendum og tryggt að fulls jafnræðis sé gætt við ráðningar, allir umsækjendur sitji við sama borð í ráðningarferlinu og allir fái sömu möguleika til að tryggja sér starfið.
Við teljum miður að hér eigi að víkja frá því faglega ferli sem tíðkast hefur og hverfa til fyrirkomulags sem ætti að tilheyra fortíðinni í opinberri stjórnsýslu og stjórnmálum. Leggjum við til að staðan verði auglýst laus til umsóknar og ráðningarferlið verði með sama hætti og hefur vegna ráðningar sviðsstjóra síðustu ár.

Adda María Jóhannsdóttir
Sverrir Garðarson