Geir Bjarnason mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með vísan til viðauka við fjárhagsáætlun 2017 sem liggur fyrir í lið 6 á fundinum.
Bæjarráð leggur áherslu á að þessu fyrsta skrefi í endurvakningu frístundaaksturs verði fylgt eftir í samstarfi við alla aðila sem sinna frístundastarfi barna í Hafnarfirði. Útfærð verði þjónusta vegna tónlistarskóla, sundæfinga og annarrar tómstundaiðkunar.
Minnihluti leggur fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja óeðlilegt og ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið að samkvæmt tillögunni verði ekki hægt að nýta frístundabílinn fyrir annað en æfingar hjá þremur félögum og einungis í tengslum við þátttöku í fimleikum, handbolta og fótbolta. Leggjum við áherslu á að frístundaakstur eigi að standa til boða fyrir öll börn á umræddu aldursbili og öllum íþrótta- og tómstunda- félögum og skólum verði gert kleift að aðlaga þjónustu sína að verkefninu og skipuleggja kennslutíma og æfingatíma í samræmi við boðaða aksturstíma."