Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með vísan til minnisblaðs Umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 28.10.2016.
Skipulags- og byggingarráð áréttar eftirfarandi:
"Í gildandi deiliskipulagi er að finna mótaða heildarsýn fyrir hverfið. Tekið er á umhverfislegum þáttum og gæðum þeirra. Með fastmótuðum skilmálum verður auðveldara að tryggja þessi gæði til framtíðar og komandi kynslóðum jafnframt því að veita eigendum húsa öryggi. Slíkt tryggir betur að eignum sé haldið við og að ásýnd gatnanna haldi sér. Heillegar götumyndir eru einkennandi í hverfinu. Við alla uppbyggingu verður að fara varlega og hlúa að þeim byggingararfi og götumyndum sem nú eru til staðar. Núverandi tillaga hefur áhrif á götumyndir Ölduslóðar og Selvogsgötu og getur ekki talist heppileg breyting/stækkun á húsinu."