1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.nóv. sl.
Umsókn frá Landsneti um leyfi til að fara um land. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kemur á fundinn. Bæjarráð vísar svohljóðandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar heimilar Landsneti að leggja Sandskeiðslínu 1 og Kolviðarhólslínu 2 um land Hafnarfjarðar í samræmi við fyrirliggjandi erindi."
Svar
Í samræmi við fyrirliggjandi erindi heimilar bæjarstjórn Hafnarfjarðar, með vísan til 21. gr. raforkulaga nr. 65/2003, Landsneti að leggja Sandskeiðslínu 1 og Kolviðarhólslínu 2 um land Hafnarfjarðar.