Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi við Hjallabraut.
Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun: Undirrituð setur sig ekki upp á móti þróun íbúabyggðar á umræddu svæði við Hjallabraut en minnir á að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa sett ákveðna fyrirvara við kynnt deiliskipulag einkum hvað varðar umferð gangandi vegfarenda. Ekki er hægt að horfa framhjá þeim fjölda undirskrifta sem safnast hafa gegn umræddri breytingu og miðast margar við það að þetta vinsæla útivistarsvæði verði ekki skert. Í ljósi þess er mikilvægt að samhliða uppbyggingu við Hjallabraut verði áhersla lögð á frekari þróun Víðistaðatúns sem útivistasvæðis og sömuleiðis að gott aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda að svæðinu verði tryggt.