Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3552
16. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.júní sl. Afgreiðslu frestað á fundi bæjarráðs 2.júlí sl.Tekið fyrir að nýju. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu við Hjallabraut vegna breyttrar landnotkunar hefur verið auglýst. Frestur til að skila inn athugsemdum var framlengdur til 2. júní. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda á fundi sínum þann 16. júní s.l. Jafnframt lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa og að erindinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Umhverfis- og skipulagssviði falið að svara framlagðri fyrirspurn.
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi við Hjallabraut.

Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun: Undirrituð setur sig ekki upp á móti þróun íbúabyggðar á umræddu svæði við Hjallabraut en minnir á að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa sett ákveðna fyrirvara við kynnt deiliskipulag einkum hvað varðar umferð gangandi vegfarenda. Ekki er hægt að horfa framhjá þeim fjölda undirskrifta sem safnast hafa gegn umræddri breytingu og miðast margar við það að þetta vinsæla útivistarsvæði verði ekki skert. Í ljósi þess er mikilvægt að samhliða uppbyggingu við Hjallabraut verði áhersla lögð á frekari þróun Víðistaðatúns sem útivistasvæðis og sömuleiðis að gott aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda að svæðinu verði tryggt.