Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1777
21. desember, 2016
Annað
Fyrirspurn
10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 13.des. sl. Tekin til umræðu hugmynd að byggð við Hjallabraut.Fara þarf í aðalskipulagbreytingu sem og deiliskipulagsbreytingu fyrir svæðið vegna hugmynda um þéttingu og uppbyggingu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Döggu Ásud. Kristinsdóttir. Við fundarstjórn tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir svarar andsvari. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls í annað sinn tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Kristinn Andersen.

Gert fundarhlé kl. 14:40, fundi fram haldið kl. 14:48.

Forseti ber upp tillögu að málinu sé frestað er það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum, 1 situr hjá.