Fyrirspurn
6. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs þann 30. júní sl.
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu við Hjallabraut vegna breyttrar landnotkunar hefur verið auglýst. Frestur til að skila inn athugsemdum var framlengdur til 2. júní. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda á fundi sínum þann 16. júní s.l. Jafnframt lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa og að erindinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Umhverfis- og skipulagssviði falið að svara framlagðri fyrirspurn.