Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1816
28. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
7. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.nóv. sl. Tekin fyrir á ný aðalskipulagbreyting vegna breyttrar landnotkunar við Hjallabraut. Lögð fram endurskoðuð tillaga frá samþykkt skipulags- og byggingarráðs þann 16.05. s.l.
Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breytingu á gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga."
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 10 greiddum atkvæðum að unnið verði að breytingu á gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga. Friðþjófur Helgi Karlsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.