Kirkjuvellir 8, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu
Kirkjuvellir 8A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 634
17. október, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 3. október sl. óskaði skipulags- og byggingarráð eftir áliti bæjarlögmanns á fullyrðingu í bréfi Fjarðarmóta ehf. um meint vanhæfi Péturs Óskarssonar um umfjöllun og ákvarðanatöku vegna óska um breytingu á deiliskipulagi Kirkjuvalla 8.
Skipulags- og byggingarráð synjaði þann 4. apríl sl. ósk um deiliskipulagsbreytingu Kirkjuvalla 8 með vísan í minnisblað skipulagsfulltrúa. Í bréfi Fjarðarmóta ehf. er fullyrt að rangar upplýsingar hafi verið settar fram í minnisblaðinu. Með vísan í bréf Fjarðarmóta ehf. og minnisblað Sigurlaugar Sigurjónsdóttur, ASK arkitektar dags. 11. september sl. óskaði skipulags- og byggingarráð eftir skriflegu svari frá skipulagsfulltrúa um mismundandi upplýsingar sem koma fram í áðurnefndum minnisblöðum. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir að álit bæjarlögmanns og svar skipulagsfulltrúa yrði lagt fram á næsta fundi ráðsins.
Lögð fram greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 14.10.2017.
Samkvæmt áliti lögmanns stjórnsýslu var ekki um vanhæfi að ræða við afgreiðslu málsins 4. apríl s.l.
Svar

Skipulags- og byggingarráð ítrekar fyrri afstöðu sína og synjar endurupptöku á málinu.Pétur Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197739 → skrá.is
Hnitnúmer: 10126690