Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 18.maí sl.
Lögð fram skýrsla ÍTH um kynjajafnrétti í íþróttum í Hafnarfirði.
Í skýrslunni kemur fram að ekki öll félög/deildir notast við jafnréttisstefnu og jafnframt kemur fram að sum félög og deildir sem að styðjast við jafnréttisstefnu fari ekki að fullu eftir þeim. Því miður virðist vera eins og að jafnréttisstefnan sé aðeins til sýnis. Ítrekað kom fram í svörum frá félögunum/deildunum að það væri alveg óþarfi að fara í átaksverkefni eða gera mælingar á kynjahlutfalli iðkenda eða jafnréttisstefnunni vegna þess að það væru allir jafnir.
Það dugar ekki að hafa jafnréttisstefnu ef félag/deild telur að það þurfi ekki að styðjast við jafnréttisstefnu og nota hana sem tól/verkfæri til þess að ná fram sem mestum jöfnuði í starfi félaganna. Það verður áhugavert að sjá hvernig mál þróast og hvort að árangur náist í jafnréttismálum innan íþróttafélaga Hafnarfjarðar þar sem það á við. Í svörum frá íþróttafélögunum má greina að jafnréttisfræðsla er ábótavant og má þar margt bæta. Einnig kom fram að félög hafa ekki alltaf tök á að fara á að fara í hin ýmsu átaksverkefni vegna skorts á fjármagni. Það ætti ekki að vera til fyrirstöðu fyrir félögin að halda jafnréttisfræðslu.
Það eru líka margt sem er jákvætt, æfingatímum er vel/ágætlega skipt upp á milli kynja og aldursflokka, og samkvæmt svörum frá félögunum/deildunum þá fara laun ekki eftir kyni heldur reynslu og menntun og jafnt aðgengi er að endurmenntun. Félögin eru meðvituð um bæði kynin séu jafn áberandi í fræðslu- og kynningarefni sem koma frá félögunum/deildunum og jafnframt er jafnræði í verðlaunum. Einnig kom fram misræmi milli kynningu deilda innan félaga, sumar fara í skóla til þess að kynna starfið sitt á meðan aðrar telja það bannað. Það þarf að samræma aðgengi tómstunda- og íþróttafélaga að kynningu til barna í bæjarfélaginu. Jafnræði verður líka að vera í aðgengi að kynningarefni og kynningum.
Í flestum boltaíþróttum er kynjahlutfallið iðkenda um 60%/40% þar sem kvenkyns iðkendur eru í minnihluta. Það er á ábyrgð þeirra félaga að jafna það kynjahlutfall og vinna með styrkingu á kvennaflokkum félaganna. Það er jákvætt að félögin flest eru meðvituð um mikilvægi jafnréttisáætlana og að setja sér stefnu í jafnréttismálum. Sum sérgreinasamböndin viðrast halda vel utan um sín félög, eins og Frjálsíþróttasambandið með launatöflum og öðrum viðmiðum. Það þarf að styðja íþróttafélögin í því að koma á á virkum jafnréttisáætlunum. Íþróttabandlag Hafnarfjarðar, Íþrótta- og tómstundanefnd, Íþróttafulltrúa Hafnarfjarðar, ÍSÍ, sérgreinasamböndin og íþróttafélögin verða vinna saman að því að hvert eitt og einasta félaga setji sér skýrar siðareglur og jafnréttisáætlun. Að þessum stefnum sé fylgt eftir með mælingum og áætlunum. Hafnarfjarðarbær hefur stigið fyrsta skrefið í þá átt með ákvörðun Bæjarstjórnar að setja á laggirnar óháð fagráð.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar málinu til bæjarstjórnar og nefndin leggur til að bæjarstjórn skilyrði fjármagn til íþróttafélaga til að tryggja unnið sé eftir virkum jafnréttisáætlunum.