Kvistavellir 63-65, beiðni um deiliskipulagsbreytingu
Kvistavellir 63
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1783
29. mars, 2017
Annað
Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.mars sl. Tekið fyrir að nýju. Gláma - Kím f.h. Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins óskaði með bréfi dags. 10.11.2016 eftir heilmild til að breyta deiliskipulagi ofangeindra lóða. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 13.12.2016 s.l. var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr, 43. gr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 17.01.2017 - 01.03.2017. Athugasemdir bárust frá 5 aðilum með bréfi dags. 28.02.2017.
Lögð fram drög að umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13.3.2017.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna Kvistavellir 63-65 og að málinu verði lokið skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum ofangreinda tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna Kvistavellir 63-65 og að málinu verði lokið skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 204433 → skrá.is
Hnitnúmer: 10086005