Einkaframkvæmdasamningar, óháð úttekt.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3453
1. desember, 2016
Annað
Svar

Fundarhlé gert kl. 9:39.
Fundi fram haldið kl. 9:50.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að fram fari óháð úttekt á þeim einkaframkvæmdasamningum sem gerðir voru í Hafnarfirði á árunum 1998-2002.

Úttektinni er m.a. ætlað að varpa ljósi á hvernig staðið var að ákvörðunum um einkaframkvæmd í byggingu og rekstri hafnfirskra leik- og grunnskóla, hvernig hagsmunir sveitarfélagsins voru tryggðir í þeim samningum, hvernig einkaframkvæmdaleiðin hafi komið út fjárhagslega fyrir sveitarfélagið, hver samningstaða bæjarins er gagnvart þeim samningum sem enn eru í gildi og hvaða áhrif þeir kunna að hafa á framtíð skólastarfs í viðkomandi skólahverfum. Jafnframt verði möguleikar bæjarins til að leysa til sín umræddar eignir kannaðar með hliðsjón af gildandi samningum, lögum og fjárhagslegum forsendum.

Bæjarráð samþykkir að skipa þverpólitíska nefnd sem undirbúi verkefnið, leggi drög að erindisbréfi og tilnefni óháða úttektaraðila sem standast kröfur um sérfræðiþekkingu á sviði opinberrar stjórnsýslu, samningagerðar og fjárhagslegrar greiningar.

Tillagan felld með þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar.


Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar legggja fram svohljóðandi tillögu:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggaja til að bæjarstjóra verði falið að halda áfram samningaviðræðum við FM-hús með það að markmiði að Hafnarfjarðarbær eignist skólahúsnæði Áslandsskóla og tveggja leikskóla í bænum. Jafnframt er bæjarstjóra falið að vinna áfram að endurskoðun rekstrarsamninga milli aðila

Tillagan samþykkt. Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu.