Einkaframkvæmdasamningar, óháð úttekt.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3588
4. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar. Á fundi bæjarráðs þann 1. desember 2016 lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um óháða úttekt á einkaframkvæmdasamningum sem gerðir voru í Hafnarfirði á árunum 1998-2002 vegna bygginga og reksturs leik- og grunnskóla í bænum. Úttektinni var m.a. ætlað að varpa ljósi á það hvernig staðið var að ákvörðunum um samningana, hvernig þeir hafi komið út fyrir sveitarfélagið fjárhagslega og hver samningsstaða bæjarins væri gagnvart þeim samningum sem enn væru í gildi. Jafnframt var lagt til að möguleikar sveitarfélagsins á að leysa til sín þær eignir sem um ræðir yrðu kannaðir. Þessari tillögu var hafnað en þáverandi meirihluti lagði til að bæjarstjóra yrði falið að halda áfram samningaviðræðum með það að markmiði að Hafnarfjarðarbær eignaðist það skólahúsnæði sem samningarnir varða og sömuleiðis að vinna að endurskoðun rekstrarsamninga milli aðila. Í ljósi þess að umræddir samningar renna út á allra næstu árum óskar fulltrúi Samfylkingarinnar eftir upplýsingum um stöðu þessara samninga í dag. a) Hafa einhverjar viðræður og/eða endurskoðun farið fram á yfirstandandi kjörtímabili varðandi umrædda einkaframkvæmdasamninga? b) Hver er afstaða núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks gagnvart þessum enkaframkvæmdasamningum? c) Hefur núverandi meirihluti Framsóknar- Sjálfstæðisflokks einhverjar fyrirætlanir varðandi einkaframkvæmdasamningana og ef svo hverjar eru þær fyrirætlanir? d) Hvaða hugmyndir hefur núverandi meirihluti um þá stöðu sem skapast þegar leigusamningarnir renna út?