Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. 2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn og Guðlaug Kristjánsdóttir kemur upp í andsvar.
Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.
Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki breytingu á 6. gr. fyrirliggjandi reglna um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum, sem felur í sér að eftirfarandi texti myndi falla út: "Skilyrði er að systkinin hafi sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá".
Er breytingartillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.
Eru reglurnar bornar svobreyttar undir fundinn til samþykktar og eru reglurnar samþykktar samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.
Fyrirliggjandi gjaldskrá leikskóla er einnig samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.