Leikskólar og dagforeldrar, gjaldskrá og afsláttur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1778
18. janúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð fræðsluráðs 11. janúar s.l.
Reglur um niðurgreiðslur til foreldra hjá dagforeldrum í Hafnarfirði.
Reglunum vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
Fræðslu- og frístundaþjónustu er jafnframt falið að finna lausn á því að systkini sem ekki eiga sama lögheimil njóti einnig afsláttar.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur í andsvar.

Fundarhlé kl. 16:22. Fundi framhaldið kl. 16:36

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Lögð er fram svohljóðandi breytingartillaga á 8. tl. reglnanna, sem hljóðar svo: "Sérstök niðurgreiðsla mun fylgja innritunar aldri barna á leikskóla og er kr. 10.900 fyrir hverja klukkustund á dag. Ekki er greitt fyrir fleiri en 8 ½ stundir á dag. Greiðslur hefjast næsta mánuð eftir að barnið hefur náð átján mánaða aldri og eru fjárhæðir óháðar tekjum."

Breytingartillaga samþykkt með 10 samhljóða atvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagðar reglur svo breyttar um niðurgreiðslur til foreldra hjá dagforeldrum í Hafnarfirði.