Fagraberg 44, dagsektir, vegna efri hæðar hússins, vantar byggingarstjóra
Fagraberg 44
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 764
21. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Árið 2010 sagði byggingarstjóri sig af verkinu, eigandi fékk bréf þess efnis að það þurfti að stöðva framkvæmdir, ekki hefur verið skáður nýr byggingarstjóri, en efri hæðin hefur verið tekin í notkun. Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 7.12.2016 að leggja dagsektir á eiganda frá og með 20.12.2016. Frestur til greiðslu dagsekta var veittur frá 1. júní 2017.
Svar

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Fagrabergi 44, þar sem ekki hefur verið ráðinn nýr byggingarstjóri og framkvæmdir gerðar í leyfisleysi. Dagsektir verða lagðar á í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 1.6.2017 og eru 20.000 kr á dag.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120382 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030814