Bæjarráð samþykkir að á næsta fundi ráðsins verði lagt fram erindisbréf að nýjum starfshópi sem undirbúi verkefnið.
Bókun fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna harma að ekki hafi verið unnið í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá 6. apríl 2017 og tillögu okkar í bæjarstjórn þann 7. desember 2016 um að undirbúa stofnun stýrihóps um samstarfsverkefni við Unicef og Akureyrarbæ við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stefnur og samþykktir bæjarins. Fulltrúar meirihlutans hafa haft rúmt ár til að ráðast í þau skref sem nefnd eru í svari við fyrirspurnum okkar en ekki aðhafst í samræmi við samþykkt ráðsins."