Barnvænt samfélag, vottun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1776
7. desember, 2016
Annað
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir og leggur fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að óska eftir samstarfi við Unicef og Akureyrabæ við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í allt sitt starf, reglur, samþykktir og stefnur til að uppfylla þær kröfur til að gerast Barnvænt samfélag og ná því markmiði að fá vottun vegna þessa og felur bæjarráði úrvinnslu þess og stofnun stýrihóps um verkefnið.

Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Tillagan samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum.