Þjónustusamningur við ÍBH
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1810
5. september, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar fyrir fyrirspurnum. 2.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 15.ágúst sl. Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson. til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars öðru sinni og Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Einnig til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 10. maí 2017 var samþykkt að við endurskoðun á samstarfssamningi við ÍBH yrði til framtíðar gengið út frá 100% eignarhlut bæjarins í íþróttamannvirkjum sem byggð yrðu með þátttöku sveitarfélagins.
Á grundvelli þeirrar samþykktar og í kjölfar ákvörðunar sem tekin var í bæjarráði um stefnubreytingu varðandi uppbyggingu knatthúss í Kaplakrika óska undirritaðir bæjarfulltrúar eftir upplýsingum um stefnu núverandi meirihluta varðandi byggingu íþróttamannvirkja og hvort til standi að afturkalla samþykkt bæjarstjórnar frá 10. maí 2017.
Óskað er eftir að svör liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Adda María Jóhannsdóttir Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir Jón Ingi Hákonarson Sigrún Sverrisdóttir
Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og kemur að svohljóðandi bókun:
Fram kom í máli bæjarstjóra að bæjarfulltrúar hefðu átt að kynna sér eignaskiptasamninga vegna svæðisins á Kaplakrika. Undirrituð bendir á að eignaskiptasamningar hafa ekki legið fyrir í gögnum fyrr en í aðdraganda fundarins nú í dag og þá í kjölfar beiðna fulltrúa minnihlutans, hvorki gildandi samningur né drög að breyttum eignaskiptum.
Svar

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari. Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur að andsvari öðru sinni og Adda María svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson.

Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd minnihlutans:

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bæjarlistans, Miðflokks og Viðreisnar gera athugasemd við rýr svör við fyrirspurninni sem hér liggur fyrir. Spurt var um stefnu núverandi meirihluta varðandi byggingu íþróttamannvirkja. Svörin eru óljós og því ekki svarað hvort kollvarpa eigi þeirri þverpólitísku samstöðu sem ríkti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þegar ákveðið var þann 10. maí 2017 að til framtíðar yrði gengið út frá 100% eignarhlut bæjarins í íþróttamannvirkjum sem byggð yrðu með þátttöku sveitarfélagsins.

Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
Jón Ingi Hákonarson
Sigurður Þ. Ragnarsson