Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari. Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur að andsvari öðru sinni og Adda María svarar andsvari öðru sinni.
Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson.
Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd minnihlutans:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bæjarlistans, Miðflokks og Viðreisnar gera athugasemd við rýr svör við fyrirspurninni sem hér liggur fyrir. Spurt var um stefnu núverandi meirihluta varðandi byggingu íþróttamannvirkja. Svörin eru óljós og því ekki svarað hvort kollvarpa eigi þeirri þverpólitísku samstöðu sem ríkti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þegar ákveðið var þann 10. maí 2017 að til framtíðar yrði gengið út frá 100% eignarhlut bæjarins í íþróttamannvirkjum sem byggð yrðu með þátttöku sveitarfélagsins.
Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
Jón Ingi Hákonarson
Sigurður Þ. Ragnarsson